Helvítis stærðfræði! Það er próf á morgun, sem er smá vandamál, sko. Ég fékk 5 á síðasta stærðfræðiprófi. Ég er í tölfræðiáfanga. Hann er ekkert erfiður, ekki fyrir venjulegt fólk, allavega. En ég er komin með sinaskeiðabólgu í öxlina af að halda höndinni uppi. Ég hefði ekkert þurft að taka hann, ég er bara haldin einhverri sjálfspíningarhvöt, held ég. Rósa, mamma hennar Þórunnar bað mig um að kynna MH fyrir litlum börnum af Snæfellsnesinu, nánar tiltekið Lýsuhólsskóla. Þetta eru 8 krakkar úr 8.,9. og 10 bekk! Já, það væri svolítið kósí að vera í tveggja manna bekk, ekki satt? Maður fengi allavega næga athygli, held ég. Hún Hildur X-Plóder ætlar að hjálpa mér. Það er sniðugt að hafa einn busa og einn útskriftaralaðsmann í þessu, ekki satt? Það finnst mér allavega.
Ég fór í fjölskylduafmæli á laugardaginn. Það var fínt, en það var enn skemmtilgera í partýinu sem var um kvöldið. Ég, Björg systa, Þorkell frændi og Ingi frændi sátum og spiluðum og sungum. Hljómsveitin samanstóð úr mandólíni, gítar, blokkflautu og eggi. Ég var á egginu og hristi taktinn af mikilli natni ;) Björg var á blokkflautu og fórst það vel úr hendi, enda þverflautuleikari mikill. Svo sungum við og spiluðum bítlalög, stuðmannalög og fleira. Svo var borðað, sungið, horft á formúluna og spjallað fram undir morgun. Það munaði minnstu að ég yrði of sein á kóræfingu :O
skrifað af Runa Vala
kl: 20:05
|